Fara á efnissvæði

2.7

Meðhöndlun sorps

Rekstraraðilar eru ábyrgir fyrir því að losa sig við sorp í næstu sorpgeymslu og fylgja leiðbeiningum um flokkun. Ekki er heimilt að skilja eftir sorp eða búnað á gólfi í sorpgeymslum. Ekki er heimilt að geyma sorp eða annan búnað fyrir utan leigð rými rekstraraðila. Rekstraraðilar eru sjálfir ábyrgir fyrir förgun á húsgögnum, stærri raftækjum, búnaði og öðru en því sem fellur undir sorpflokkun í KEF. 
Rekstraraðili skal takmarka þann úrgang sem fellur til hjá sér og ber að fylgja verklagi Isavia um úrgangsflokkun hverju sinni. 

Markmiðið fyrir 2025 er að hlutfall flokkaðs úrgangs verði 55% og 70% árið 2030. Eitt af markmiðum í umhverfisstefnu Isavia er að leggja sérstaka áherslu á góða nýtingu auðlinda, lágmörkun úrgangs og aukna endurvinnslu.

Sorpflokkun
Sorpflokkun

2.7.1

Sorpflokkun á Keflavíkurflugvelli

Almennt sorp

Óendurvinnanlegt sorp, það sem ekki fellur í aðra flokka, t.d. Einnota hanskar, uppsóp, penslar, límband o.fl.

Hér er myndband um flokkun á almennu sorpi


Bylgjupappi

Allur bylgjupappi, millispjöld af vörubrettum og hreinir pítsukassar.

Hér er myndband um flokkun á bylgjupappa


Umbúðaplast

Eingöngu plastfilma af vörubrettum og hreinir glærir plastpokar.

Hér er myndband um flokkun á umbúðaplasti


Ljósaperur

Allar heilar ljósaperur, brotnar perur fara í spilliefnakarið. 

Hér er myndband um flokkun á ljósaperum


Plast - Endurvinnsluefni

Skrifstofupappír, fernur, tímarit, hart plast (plastfötur og plastbakkar utan af mat).

Hér er myndband um flokkun á plasti


Lifrænn úrgangur

Allir matarafgangar, kaffikorgur, tepokar og munnþurkur.

Hér er myndband um flokkun á lífrænum úrgangi


Kaffikútar og brotmálmar

Allir málmar, t.d. kaffikútar, niðursuðudósir, járngrindur, hnífapör o.þ.h.


Gler og postulín

Allt brotið gler og postulín, gluggagler, borðbúnaður og flöskur.

Hér er myndband um flokkun á gleri og postulíni


Raftæki

Öll úr sér gengin raftæki t.d. skjáir og lyklaborð, símar,smærri heimilstæki, tölvur o.þ.h.

Hér er myndband um flokkun á raftækjum


Rafhlöður

Allar rafhlöður. Setjið rafhlöður beint í tunnuna.


Spilliefni

Steikingarfeiti, úðabrúsar, allir hreinsiefnabrúsar og dósir með varúðarmerkingum.

Hér er myndband um flokkun á spillefnum


Skilagjaldsskyldar umbúðir

Allar flöskur og dósir og óbrotnar glerflöskur. Setjið flöskur og dósir í poka ofan í sérmerkt kar.


2.7.2

Hafa samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar, vinsamlegast hafðu samband á umhverfi@isavia.is