Fara á efnissvæði

3.2

Brunavarnir

Bruna­við­vör­un­ar­kerfi hafa þann tilgang að vara við eldi og reyk til að rýma húsnæði áður en hættu­ástand skapast og til þess að slökkvistarf geti hafist sem fyrst. Boð og leið­bein­ingar um rýmingu eru gefin í gegnum hljóð­kerfi KEF eftir eðli váar. Áríð­andi er að rekstr­ar­að­ilar brýni fyrir starfs­fólki að taka fullt mark á og bregðast við bruna­boðum í samræmi við leið­bein­ingar.

Bruna­við­vör­un­ar­kerfi allra eininga flug­stöðv­ar­innar er tengt stjórn­stöð sem stýrir öllum aðgerðum kerf­isins. Bruna­bjöllur eða töluð skilaboð eiga að heyrast hvar sem er í húsnæðinu. Mikil­vægt er að láta vita ef boð heyrast ekki eða berast án tilefnis til þess að yfir­fara kerfi og finna villu.

Viðbrögð við eldi má sjá hér:

Brunavarnir

3.2.1

Hvernig koma má í veg fyrir falsboð

Bruna­við­vör­un­ar­kerfi KEF er bein­tengt til vakt­stöðvar örygg­is­fyr­ir­tækis og APOC. Við brunaboð fer APOC á hærra viðbragðs­stig og örygg­is­vörður eða húsvörður er sendur á staðinn þaðan sem boðin koma og metur ástæðu boðana. Hægt er að forðast öll eldboð og mikil­vægt er að lágmarka falsboð eins og hægt er.

Mikið af fals­boðum kemur frá rangri stað­setn­ingu og notkun eldun­ar­tækja í flug­stöð­inni. Örbylgju­ofna, mínútugrill, brauð­ristar, hraðsuðukatla og annan eldun­ar­búnað skal ávallt stað­setja á þar til gerðum svæðum í starfs­manna aðstöðu. Slökkvi­tæki og bruna­teppi eru aðgengileg í starfs­manna­að­stöðu rekstr­ar­aðila.

Gæta þarf að allri notkun og fylgjast með þegar verið er að nota tækin.Nota skal tækin aðeins í þeim tilgangi sem af þeim er ætlast.

Ef að grunur er um að eldhús­tæki hafi komið af stað bruna­boðum skal tilkynna það tafar­laust til APOC í síma 425-6200.