3.2
Brunavarnir
3.2.1
Hvernig koma má í veg fyrir falsboð
Brunaviðvörunarkerfi KEF er beintengt til vaktstöðvar öryggisfyrirtækis og APOC. Við brunaboð fer APOC á hærra viðbragðsstig og öryggisvörður eða húsvörður er sendur á staðinn þaðan sem boðin koma og metur ástæðu boðana. Hægt er að forðast öll eldboð og mikilvægt er að lágmarka falsboð eins og hægt er.
Mikið af falsboðum kemur frá rangri staðsetningu og notkun eldunartækja í flugstöðinni. Örbylgjuofna, mínútugrill, brauðristar, hraðsuðukatla og annan eldunarbúnað skal ávallt staðsetja á þar til gerðum svæðum í starfsmanna aðstöðu. Slökkvitæki og brunateppi eru aðgengileg í starfsmannaaðstöðu rekstraraðila.
Gæta þarf að allri notkun og fylgjast með þegar verið er að nota tækin.Nota skal tækin aðeins í þeim tilgangi sem af þeim er ætlast.
Ef að grunur er um að eldhústæki hafi komið af stað brunaboðum skal tilkynna það tafarlaust til APOC í síma 425-6200.