Fara á efnissvæði

1.1

Velkomin á Keflavíkurflugvöll

Í flugvallarsamfélaginu á Keflavíkurflugvelli starfar fjöldi þjónustu- og rekstraraðila sem allir hjálpast að við að skapa samheldinn og líflegan vinnustað. Við leggjum áherslu á að farþegar upplifi að það sé tekið á móti þeim af hlýju og gestrisni, við viljum hámarka ánægju þeirra þannig að þeir staldri lengur við og njóti þeirrar þjónustu og vöruframboðs sem við höfum upp á að bjóða.

Isavia ohf. rekur Keflavíkurflugvöll. Hlutverk Isavia ohf. er að auka lífsgæði og velsæld á Íslandi. Það gerum við með að leiða flugvallarsamfélagið með virkum hætti og vera góð fyrirmynd í samvinnu, samskiptum og nýsköpun.

Sjálfbærni og ábyrg uppbygging eru höfð að leiðarljósi við þróun og rekstur Keflavíkurflugvallar en með slíkum áherslum verður flugvöllurinn ekki einungis samkeppnishæfari og betur búinn undir framtíðina heldur stuðlar sú nálgun að aukinni hagkvæmni til framtíðar, dregur úr umhverfisáhrifum og skapar aukið virði fyrir samfélagið. Stefnt er að því að Keflavíkurflugvöllur verði kolefnislaus árið 2030.

KEF+ er hreyfiafl allra verkefna Isavia sem tengjast uppbyggingu flugvallarins. Plúsinn táknar meira – meira rými, aukna getu og þar með enn betri þjónustu. Verkefnin eiga það sameiginlegt að gera flugvöllinn betri í takt við þarfir samfélagsins og farþeganna sem um hann fara. Stækkun flugstöðvar, efling innviða, úrbætur á flugbrautakerfi og bætt aðkoma að flugstöðinni eru dæmi um verkefni sem munu gera Keflavíkurflugvelli mögulegt að bjóða betri upplifun og þjónustu, nýta tækniþróun og skapa ný tækifæri.

Saman náum við árangri.