Fara á efnissvæði

2.6

Ræsting rýma

Ræsting í rýmum rekstraraðila skal vera reglubundin og taka mið af notkun rýmisins. Rekstraraðili skal leggja fram ræstiáætlun til tengiliðs Isavia til samþykktar þar sem fram koma ítarlegar verklýsingar, upplýsingar um tíðni ræstinga og viðhaldsræstingar. Isavia er heimilt að fara fram á endurskoðun ræstiáætlunar rekstraraðila telji Isavia ræstingu eða gæðum ábótavant. Rekstraraðili skal þá senda endurskoðaða ræstiáætlun til Isavia til samþykktar.

Rekstraraðili eða verktaki á hans vegum sem sinnir ræstingum skal vera með virkt gæðakerfi og reglulegt gæðaeftirlit sem tryggir gæði allra þátta ræstinga. Rekstraraðila ber að nota hreinsiefni sem hltið hafa fyrstu flokks (type 1) umhverfisvottun s.s. Svansmerkið, Evrópulaufið o.fl.. 

Isavia áskilur sér rétt til að framkvæma ótilkynnta sjónskoðun á gæðum ræstinga eða kalla eftir upplýsingum um gæðaeftirlit rekstraraðila. Rekstraraðila ber að skrá ábendingar og athugasemdir sem berast og bregðast við með áætlun um úrbætur.