Fara á efnissvæði

2.16

Upplýsingatækni- og fjarskiptaþjónusta

2.16.1

Grunnþjónusta síma og nettenginga

Isavia veitir rekstraraðilum upplýsingar um hvaða þjónustuveitendur eru til staðar í FLE og hvaða þjónustuleiðir eru í boði innanhúss.  Að því loknu pantar rekstraraðili tenginguna frá þjónustuveitanda. Isavia og þjónustuveitandi koma svo í sameiningu á tengingu til rekstraraðila (á CAT streng) í gegnum kerfi Isavia. 

Isavia áskilur sér rétt til að bregðast við ef umferð til eða frá þjónustuaðila fer að hafa áhrif á rekstur kerfa Isavia.  Isavia mun að sama hætti leggja sig fram við að halda uppitíma á sínum búnaði sem allra hæstum. 

Isavia  getur veitt samband milli leigurýma, t.d milli lagers og verslunar sé þess óskað. Einnig útvegar Isavia frekari upplýsingar um gerðir tenginga, fjölda strengja í boði o.þ.h. 

Allar upplýsingar um nettengingar veitir notendaþjónusta Isavia (it@isavia.is) 

2.16.2

Þráðlaust net

Isavia veitir farþegum aðgang að fríu þráðlausu neti.  Rekstraraðilum er óheimilt að veita farþegum þráðlaust net. Auk þess skulu rekstraraðilar ekki hafa þráðlaus net (SSID) sýnileg, nema með sérstöku samþykki kerfisreksturs Isavia (it@isavia.is). 

2.16.3

Flugupplýsingakerfi

Isavia veitir aðgang að flugupplýsingum með fjölbreyttum hætti eftir því hvað hentar hverju sinni. Skýrslur með tölvupósti, beinn aðgangur að skýrslutóli eða aðgangsstýrð vefþjónusta (ams@isavia.is).

 Umsókn um aðgang að flugupplýsingakerfi Isavia | Isavia

2.16.4

Auglýsingaskjáir

Allir auglýsingaskjáir í flugstöðinni þurfa að vera í samráði við Isavia. Upplýsingar um auglýsingaskjái og efnisskil veitir verslunar- og veitingadeild Isavia (auglysingar@kefairport.is). Hafi rekstraraðilar áhuga á að auglýsa í flugstöðinni þá er nánari upplýsingar að finna á www.isavia.is/auglysingar

2.16.5

Skjáir á vegum rekstraraðila

Skjáir vekja gjarna mikla athygli og hafa áhrif á umhverfi sitt. Til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á gesti flugvallarins er því mikilvægt að skapa gott jafnvægi í stærð, birtu og efnismiðlun. Vel heppnuð vinna getur skilað athygli á rekstraraðila, aukinni sölu og góðri upplifun farþega.

Vilji rekstraraðilar setja upp sína eigin skjái þarf það að gerast í fullu samráði við Viðskiptadeild Isavia.

Tilgangur og markmið

  • Skjáum er ætlað að vekja athygli farþega á vöru- og þjónustuframboði rekstraraðila
  • Skjáum er ætlað að vekja athygli á tax free / duty free verðum
  • Skjáum er ætlað að vekja athygli á árstíðabundnum vörum og tilboðum

Rekstraraðili skal hafa eftirfarandi að leiðarljósi við val á skjám og birtingu efnis:

TÆKNILEGAR KRÖFUR

Eiginleikar

  • Skjáir skulu vera LCD eða LED.
  • Skjáir skulu vera framleiddir til að þola sólarhringsnotkun, alla daga ársi
  • Skjáir skulu vera með EU orkuflokkun (Energy label). Upplýsingar um rafmagnsnotkun skjás/skjáa þarf að liggja fyrir og fylgja beiðni til samþykktar.

Hönnun

  • Skjár eða skjáfletir skulu ávallt vera í samræmi við gildandi hönnun einingar (verslunar- eða veitingarými). Sé það ósk rekstraraðila að gera breytingar til stækkunar á núverandi skjáflöt, staðsetningu eða öðru skal leggja fram skriflega tillögu þess efnis með rökum og myndrænni framsetningu. Erindið skal berast til Viðskiptadeildar Isavia.
  • Samþykki Viðskiptadeildar Isavia vegna hönnunar, staðsetningar og stærð skjáa skal liggja fyrir áður en uppsetning hefst.

KRÖFUR TIL MYNDEFNIS

Myndefni og skiptingar

  • Skjáir mega birta stillur og hreyft efni.
  • Skjáir sem birta stillur skulu hafa að lágmarki 8 sekúndna skiptitíma á efni.
  • Hreyft efni skal hafa mýkt og ekki hafa truflandi áhrif á gesti.
  • Allt efni skal vera hljóðlaust með öllu.
  • Heiti rekstraraðila eða vörumerki skal koma skýrt fram á skjánum.
  • Ekki má auglýsa aðra starfsemi (í eigu rekstraraðila eða þriðja aðila) en þá sem skjárinn stendur við.
  • Ekki má auglýsa vörur og/eða þjónustu sem ekki er veitt í því rými sem skjárinn stendur við.

Áframsala til þriðja aðila

  • Sala á auglýsingum til þriðja aðila er með öllu óheimil.

Reglur um birtingu auglýsinga á Keflavíkurflugvelli eiga við um birt efni.

Rekstraraðili skal bera allan kostnað við kaup og rekstur á skjám, efnisspilurum og öðrum búnaði, uppsetningu og nauðsynlegum tengingum til að geta birt efni.

Isavia áskilur sér rétt, hvenær sem er, að fara fram á að rekstraraðili geri úrbætur ef einhver atriði sem talin eru upp hér að ofan teljast ekki uppfyllt, t.d. hvað varðar, eiginleika, birtustig, myndefni og staðsetningar skjáa, svo eitthvað sé nefnt. Geri rekstraraðili ekki úrbætur innan hæfilegs tíma áskilur Isavia sér rétt til þess að fjarlægja skjái á kostnað rekstraraðila.

Uppfært: 18.01.2024

2.16.6

Hljóðkerfi

Rekstraraðilum er almennt óheimilt að setja upp sitt eigið hljóðkerfi. Í samráði við Isavia er hægt að fá aðgang inn á öryggishljóðkerfi Isavia með takmörkunum.
MOI eru ábyrgðaraðilar fyrir öryggishljóðkerfi Isavia og þarf allt sem viðkemur hljóðafspilun á farþegasvæði að gerast með samþykki og vitund MOI. Nánari upplýsingar fást hjá (eirikur.sigurdsson@isavia.is)

2.16.7

Staðfesting brottfaraspjalda, tollfrjáls verslun

Isavia veitir rekstrarleyfishöfum innan haftasvæðis aðgang að vefþjónustu fyrir staðfestingu brottfararspjalda. Skönnunin fer fram á grundvelli 104. greinar tollalaga þar sem segir m.a. að eingöngu sé heimilt að selja farþegum og áhöfnum millilandafara á leið úr landi vörur úr tollfrjálsri verslun gegn framvísun brottfararspjalds. 

2.16.8

Myndavélakerfi

Isavia er með sitt eigið myndavélakerfi og hafa rekstraraðilar ekki aðgang að því kerfi.  

2.16.9

Myndavélakerfi rekstraraðila

Hafi rekstraraðili áhuga á að sækja um að setja upp sitt eigið myndavélakerfi þurfa þeir að fylla út eftirfarandi umsókn: (Birgir er að vinna að) og senda á?

Rekstraraðili stendur sjálfur allan kostnað af sínu myndavélakerfi.

Eftirfarandi skilmálar gilda:

  1. Búnaður sem notast er við skal vera samþykktur af Isavia.
  2. Myndavélakerfi rekstraraðila má einungis sýna það rými sem rekstraraðilinn hefur yfir að ráða og má alls ekki notast til að fylgjast með öðrum rýmum flugvallarins.
  3. Rekstraraðila er með öllu óheimilt að birta, dreifa, afrita eða gera upptökur úr eftirlitsmyndavélum sínum aðgengilegar til þriðja aðila, t.d. í gegnum miðla, netið, innra net o.s.f.v.
  4. Rekstraraðili ber sjálfur ábyrgð á því að fara eftir gildandi lagareglum um notkun eftirlitsmyndavéla eins og persónuverndar og vinnulöggjöf.
  5. Isavia er frjálst að afturkalla, takmarka eða breyta heimild myndavélakerfis rekstraraðila tafarlaust án mótmæla t.d. vegna breyttra aðstæðna, vegna misnotkunar eða rökstudds gruns um misnotkun.
  6. Þannig getur eftirlitsmyndavélunum án fyrirvara af öryggis- eða neyðarástæðum verið lokað af Isavia eða lögreglu.

Web cams?