Fara á efnissvæði

2.3

Rafmagn og rafmagnsöryggi

    

2.3.1

Rafkerfi

Öll svæði flugvallarins eru með 400/230 V AC rafkerfi nema annað sé tekið fram.   

Varaaflstöðvar eru fyrir FLE sem veita rafmagn til notenda ef almenna rafkerfið slær út. Við rafmagnsleysi kemur varaaflstöðin inn innan 30 sekúnda. Rekstraraðar þurfa að gera ráð fyrir þessari truflun með varaaflgjöfum til að brúa þetta bil fyrir búnað sem ekki þolir rafmagnsleysi. 

Rafkerfi og raflagnir í rými rekstraraðila, að undanskildum grunnkerfum (grunnlýsingu, neyðar-, eftirlitsmyndavéla- og hljóðkerfum flugstöðvarinnar) eru í eigu og á ábyrgð rekstraraðila.  

Allar breytingar á rafkerfinu: 

  • Verða að vera framkvæmdar af löggiltum rafverktaka 
  • Eru háðar samþykki Isavia, sjá kafla 2.8 Breytingar á rýmum  

Mikilvægt er að muna að ofhlaðnar raflagnir geta haft áhrif á rafkerfið og orsakað eldhættu. Isavia veitir aðstoð og upplýsingar til rekstraraðila ef vafaatriði eða spurningar koma upp í rekstri rafkerfa. 

Rekstrarleyfishafar hafa ekki heimild til að taka upp á sameiginlegum svæðum innan KEF. 

Þegar aðilar taka við nýjum rýmum þá útvegar Isavia rafmagnsstofn inn í rýmið. Tafla og annað er á ábyrgð rekstraraðila.
Sjá meðfylgjandi rafmagnsstaðal, ásamt kröfum um Janitza mæli í töflu.

Isavia er með eftirfarandi rafmagnsstaðal sem fylgja skal við breytingar og uppsetningu á nýjum rafkerfum. 

Lágspenna - stöðluð kröfulýsing

2.3.2

Raftæki

Við val á raftækjum skal velja vatns- og rafmagnssparandi tæki og búnað. Raftæki skulu vera merkt Orkumerki Evrópusambandsins og leitast skal eftir að nota tæki í sem besta orkuflokki. 

Rekstraraðilar þurfa að fara eftir leiðbeiningum framleiðanda um meðhöndlun búnaðar/tækja sem þeir nota í rekstri sínum. Allan skemmdan búnað skal taka úr notkun og honum skipt eða hann ekki notaður aftur fyrr en gert hefur verið við búnað. 

2.3.3

Sérstakur rafbúnaður

 

Atriði

 

Takmarkanir

 

Aðgerð

 

Sérhæfður búnaður   (t.d. hleðslutæki)

 

Setja þarf upp sérstaka aðstöðu eða gera aðrar ráðstafanir, t.d. loftræsingu sem skal vera hönnuð og sett upp af til þess hæfum aðilum  

Ef rekstraraðili er með eða þarfnast hleðslutækja skal hafa samband við tengilið Isavia fyrir uppsetningu og samþykki.  

Rafmagns eldunartæki

 

Rafmagns eldunartæki takmarkast af tegund rýmis rekstraraðila 

Ef rekstraraðili hefur fyrirspurn varðandi hvaða búnað honum er heimilt að hafa skal leita ráða hjá tengilið Isavia.  

Eldhús

 

Uppsetning á   eldunartækjum þarf samþykki Isavia 

Vinsamlegast hafið samband við tengilið Isavia til þess að fá eldunartæki samþykkt.  

Framlengingarsnúrur   og aðrar lausataugar

 

Framlengingarsnúrur og aðrar lausataugar skal staðsetja þannig að ekki skapist hrashætta. Snúrur eiga að vera fjarri gönguleiðum. Nota skal viðurkenndar aðferðir við festingar lausatauga 

Bannað er að tengja framlengingarsnúrur í fjöltengi eða aðra   framlengingarsnúru. 

Framlengingarsnúrur skal aðeins nota í stuttan tíma.  

 

Fjöltengi

 

Fjöltengi skulu ekki liggja á gólfinu þar sem það getur skapað eldhættu. Ef þeirra er þörf skulu þau vera fest á vegg , skrifborð eða aðra viðurkennda hluti.  

Bannað er að tengja fjöltengi í röð (eitt á eftir öðru).  

Bannað er að tengja fjöltengi  í annað fjöltengi. Ef tengja þarf fjöltengi í framlengingarsnúru skal leitað aðstoðar fagmanna. 

 

Rafmagnsbilanir

 

 

Allar rafmagnsbilarnir skal tilkynna strax til APOC. 

2.3.4

Rafmagnsöryggi

Öll snerting við rafmagn (raflost, stuð) skal tilkynna til Isavia, sjá kafla 2.11.4 Tilkynning atvika.   

Rafverktakar sem vinna á vegum rekstraraðila skulu í öllu fara eftir gildandi reglum Isavia um vinnu á svæðum Isavia. Tengiliður Isavia veitir rekstraraðilum upplýsingar um gildandi reglur og ber að óska eftir gildandi reglum áður en vinna hefst.