Fara á efnissvæði

1.4

Sjálfbærni

Sjálfbærnistefna Isavia ohf.

Hjá Isavia höfum við sjálfbærni að leiðarljósi í öllu sem við gerum.  Sjálfbærnisstefnan er ein af stuðningsstefnum félagsins. Stefnan, markmiðin, mælikvarðarnir og aðgerðaáætlunin sem henni fylgir styðja við það að við náum árangri í sjálfbærni.  Um leið erum við að vinna að framtíðarsýn Isavia að tengja heiminn í gegnum Ísland. Við byggjum upp sjálfbæran rekstur með því að skapa langtíma virðisauka og þannig leggjum við okkar að mörkum til hagkerfisins í heild. Sjálfbærni er stór hluti af stefnu Isavia og ein af stefnuáherslum félagsins. 

Rekstaraðilar eiga að kynna sér sjálfbærnistefnu og ársskýrslu félagsins á vef Isavia en þar er hægt að kynna sér frekar vinnu Isavia á þessu sviði m.a. markmið og aðgerðaráætlun. 

Rekstraraðilum ber að standa við þau loforð tengdum sjálfbærni sem þeir leggja fram í tilboði um rekstur. Jafnframt að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í lögum, reglugerðum og stöðlum er varða þessi mál í starfseminni og hagi störfum sínum á sem umhverfisvænstan máta. Þeir marki sér stefnu í málaflokknum, þekki umhverfisáhrif starfsemi sinnar og leitist við að draga úr þeim með markvissum hætti. Aðilar eru hvattir til að innleiða umhverfisstjórnunarkerfi í þessum tilgangi. 

Isavia hvetur rekstraraðila til að leggja áherslu á vistvæn innkaup, góða nýtingu auðlinda, lágmörkun úrgangs, aukna endurvinnslu í starfsemi sinni, eflingu umhverfisvitundar hjá starfsfólki og að leita ávallt umhverfisvænna lausna. Til dæmis að velja orkusparandi tæki, lýsingu, vistvæna bíla o.s.frv. 

Rekstraraðilar eru hvattir til að leita leiða til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda í starfsemi sinni, bæði frá eigin bílum, flutningi vara og ferðir starfsfólks til og frá vinnu. 

Árangur flugvallasamfélagsins í heild mun ráðast af góðu samstarfi við alla hagaðila. 

Hægt er að nálgast ítarlegri upplýsingar um Sjálfbærnistefnu Isavia ásamt aðgerðaáætlun á heimasíðu Isavia: Sjálfbærni | Isavia