Fara á efnissvæði

2.4

Aðgangsheimild

Reglur aðgangsheimilda

Allir sem eiga þangað lögmætt erindi skulu hafa gilda aðgangs­heimild.

Aðgangs­heim­ildin segir til um á hvaða svæði starfs­mað­urinn má vera ásamt sérstökum heim­ildum viðkom­andi. Aðgangs­heim­ildin sýnir mynd og nafn starfs­mannsins, nafn vinnu­veit­anda og gild­is­tíma aðgangs­heim­ildar. Sjá upplýs­ingar og reglur um aðgangskort hér:

  • Aðgangsheimild skal vera sýnileg öllum stundum á meðan dvalið er innan haftasvæðis.
  • Bera skal aðgangsheimild að aðgangslesara á gátstöðvum til að fá staðfest að aðgangsheimildin sé virk í rafrænu aðgangsstýrikerfi flugvallarins. Einnig skal sýna flugverndarstarfsmönnum aðgangsheimildina þegar þess er óskað.
  • Handhafa er óheimilt að nota aðgangsheimild í öðrum erindagjörðum en vinnu sinnar vegna.
  • Einstaklingur með gilda aðgangsheimild, sem dvelur á haftasvæði flugverndar sem farþegar hafa ekki aðgang að, skal tilkynna til APOC um einstakling sem ekki er með aðgangsheimild sýnilega í síma 425-6200.
  • Rekstraraðili skal kynna sér Aðgangsreglur Keflavíkurflugvallar áður en hann hefur starfsemi á haftasvæði Keflavíkurflugvallar.

Sjá gjaldskrá ISAVIA Gjaldskrá Flugverndar | Isavia

Aðgangsreglur fyrir Keflavíkurflugvöll

Umsóknarferli og eyðublöð

Sækja þarf um aðgangsheimild og bakgrunnskoðun fyrir allt starfsfólk
Velja skal eftirfarandi:

Aðgangur að Kefalavíkurflugvelli (hér fyrir neðan)

  • Umsókn um aðgang 
    • Umsókn um aðgangsheimild fyrir einstakling
    • Umsókn um bakgrunnsathugun 

Hafa skal í huga að ferlið tekur yfirleitt 2-4 vikur en lögregla gefur sér allt að 3 mánuði til að fara yfir bakgrunnskoðun.

Mikilvægt er að allir liðir umsóknarinnar séu fylltir út þar sem við á. Þá er mikilvægt að þar sem krafist er undirritunar (ATH ekki vélrænt prentun á nafni) sé undirritað og stimplað þar sem þess er krafist.

Svör við algengum spurningum: 

  • Alltaf þarf að koma fram hvert starf viðkomandi er sbr. liður 2.10.
  • Ef einstaklingur kveðst hafa verið með eða sé með mál í meðförum hjá lögreglu (liðir 4.1 og 4.2) að þá verða að fylgja útskýringar um það í lið 4.3. ATH ef aðili segir ekki satt og rétt og fyllir út að hann sé ekki með neitt mál til meðferðar en svo reynist vera að þá er umsókn endursend þar sem hún er ófullnægjandi og sækja þarf um aftur. Samkvæmt regluverki getur lögregla ekki tekið umsókn til efnislegrar meðferðar sem er með rangar/ósanna upplýsingar á umsóknarblaði.

  • Mjög mikilvægt að ekki séu óútskýrðar eyður í lengri tíma en 28 daga skv. regluverkinu. Ferill einstaklings er skráður í liðum 5 og 6, dagsetningar (dagur/mán/ár) þurfa að koma fram og á ekki að senda umsókn til okkar ef í henni eru óútskýrðar eyður.

    • Ef enginn starfsferill eða námsferill er til staðar vegna t.d skóla, atvinnuleysis eða aldurs skal skrifa skýringu í reiti 5,6 eða 7. 
  • Ef einstaklingur hefur dvalið í 6 mánuði eða lengur erlendis á sl. 5 árum þá þarf sakavottorð frá þeim löndum ásamt íslensku sakavottorði og löggild skjalaþýðing á ensku/íslensku að fylgja umsókn, öll sakavottorð meiga ekki vera eldra en þriggja mánaða. 

    • ATH ef einstaklingur hefur t.d dvalið í 5 löndum sl 5 ár þarf að skila inn sakavottorðum frá öllum löndunum. 

    • Einstaklingur sem getur ekki skilað inn sakavottorði getur ekki undirgengis bakgrunnsathugun.

  • Allir umsækjendur þurfa að skila inn afriti af vegabréfi.

Ef umsókn uppfyllir ekki ofangreind skilyrði verður hún ekki send til Lögreglu – Passaútgáfa sendir aðgangskortastjórnanda beiðni um leiðréttingu á gögnum, ef því er ekki svarað er umsókn eytt.

Vísað er í 5. mgr. 25. gr. reglugerðar um flugvernd nr. 750/2016

„Nú eru lögð fram gögn sem ekki teljast nægjanleg til að hægt sé að meta viðkomandi og hann hefur ekki sinnt ítrekaðri beiðni um frekari gögn eða upplýsingar og skal þá rekstraraðili flugvallar hafna umsókn.“

Fyrir allar frekari upplýsingar sem vantar hafið samband við Lögreglustjórann á Suðurnesjum í gegnum tölvupóstfangið lss.bakgrunnskodanir@logreglan.is

Aðgangur að Keflavíkurflugvelli

Leiðbeiningar 1/2

Leiðbeiningar 2/2

Mynd í aðgangspassa

Skila þarf inn mynd sem fer í aðgangspassa. 
Mikilvægt er að ekkert sé á myndinni nema andlit einstklings. Ekki skal vera með höfuðfat, sólgleraugu eða annan varning sem einkennir ekki útlit viðkomandi einstakling.
Bakgrunnur þarf að vera ljós og andlit skal vera í miðju.

Mynd Í Passa

2.4.1

Aðgangur að rými rekstraraðila

Öllum rýmum rekstr­ar­aðila í flug­stöð­inni er stýrt af aðgangskorta­lesara. Rekstr­ar­að­ilum er heimilt að fara í rými sitt á hvaða tíma sólar­hrings sem er.

Rekstr­ar­að­ilum er ekki heimilt að setja upp sitt eigið aðgangs­stýri­kerfi.

2.4.2

Endurnýjun aðgangsheimilda

Æski­legt er að sækja um endur­nýjun aðgangs­heim­ilda eigi síðar en þremur mánuðum áður en heimild rennur úr gildi. Skila þarf inn sömu gögnum og þegar aðgangs­heimild var fyrst gefin út, sjá kafla 2.4 hér fyrir ofan um aðgangsheimild.

Ef aðgangs­heimild er ekki notuð í 6 mánuði verður hún óvirk og passinn sofnar, þá þarf viðkom­andi að taka rafrænt námskeið í flug­vernd­ar­vitund áður en aðgangs­heimild er gerð virk að nýju. Hægt að hafa samband við passaútgáfu (passar@kefairport.is) til að nálgast upplýsingar um hvort passi sé sofandi.

2.4.3

Glataðar aðgangsheimildir

Ef aðgangs­heimild glatast skal tilkynna það til skrif­stofu aðgangs­mála. Ef glötuð aðgangs­heimild finnst skal skila henni tafar­laust til flug­vernd­ar­starfs­manna.

Allar nánari upplýs­ingar er að finna á skrif­stofu aðgangs­mála Kefla­vík­ur­flug­vallar (passar@kefairport.is) sími: 425-6028.

2.4.4

Starfsmaður hættir

Rekstr­ar­aðili ber ábyrgð á því að skila aðgangs­heimild starfs­manns til skrif­stofu aðgangs­mála þegar starfs­maður hættir störfum.

Upplýsingar um skil á aðgangsheimildum má finna hér: 

Notkun og skil á aðgangsheimildum

2.4.5

Akstursheimildir

Starfsfólk rekstraraðila sem þarf að aka innan haftasvæðis þarf að hafa hlotið þjálfun hjá Isavia áður en akstur hefst. Aðgangsskrifstofa Isavia veitir upplýsingar um þjálfun og námskeið vegna akstursheimilda. Hæfnimat vegna akstursleyfis er framkvæmt hjá kennsludeildinni (c.assessment@isavia.is)