2.1
Eftirlit á vinnustað
Eftirlit á vinnustað rekstraraðila er nauðsynlegt til þess að kanna hvort farið sé að lögum og reglugerðum sem snúa að heilsu- og öryggismálum sem og þeim kröfum sem settar eru fram í samningum rekstraraðila.
2.1.1
Eftirlit framkvæmt af Isavia
Öll rými í eigu Isavia gangast undir árlegt eftirlit af fulltrúum Isavia eða af eftirlitsaðila á vegum Isavia. Eftirlit getur verið oftar ef talin er þörf á því. Þegar eftirlit er framkvæmt er markmið Isavia m.a að tryggja að:
- Rekstraraðilar séu að uppfylla skilmála samnings
- Verið sé að fylgja eldvarnarreglum og vinnuverndarlögum
- Rekstraraðilar séu að uppfylla gildandi reglur flugvallarins, m.a öryggis- og flugverndarreglur.