Fara á efnissvæði

3.3

Rýming

Rýmingaráætlun

Evacuation plan

Rýmingaráætlun

Rýmingaráætlun flugstöðvarinnar er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir skipulag og aðgerðir ef rýma þarf bygginguna eða hluta hennar vegna aðsteðjandi hættu. Mikilvægt er að kynna sér efni handbókarinnar vel og rifja það reglulega upp með starfsmönnum. Sérstaklega mikilvægt er að kynna sér flóttaleiðir ásamt staðsetningu slökkvibúnaðar og neyðarbúnaðar. Rýmingaráætlunin er uppfærð reglulega og kynnt rýmingarfulltrúum. Þegar nýir aðilar koma inn í rými þarf að útvega rýmingarfulltrúa og sjá til þess að listinn sé uppfærður. 

Allir starfsmenn á flugvellinum þurfa að vera vakandi yfir öryggismálum og skulu láta APOC vita ef þeir telja þörf á úrbótum. 

 

3.3.1

Hlutverk rýmingarfulltrúa

Rekstraraðilar skipa rýmingarfulltrúa sem fær fræðslu hjá Isavia og  mikilvægt er að einn rýmingarfulltrúi sé á vakt hverju sinni. Rekstraraðili gætir þess að skipa nýjan aðila ef viðkomandi lætur af störfum. Hlutverk rýmingarfulltrúa er m.a. 

  • Stjórna rýmingu á sínu svæði, leiðbeina um rýmingarleiðir og söfnunarsvæði.  
  • Fræða samstarfsfólk um hlutverk þeirra í rýmingu  
  • Tryggja að flóttaleiðir séu greiðar og óhindraðar 

Varast skal rýmingu áður en vitað er hvar hugsanleg hætta er þar sem  fólk gæti þá verið flutt af öruggu svæði á ótryggt svæði. Fylgið leiðbeiningum frá APOC. 

3.3.2

Rýmingarleiðir

Rekstraraðilar skulu sjá til þess að rýmingarleiðir sem fram koma á aðaluppdráttum og sérstökum brunavarnaruppdráttum séu virkar. Ekki má hindra notkun rýmingarleiða með því að loka þeim eða koma fyrir framan þær hlutum sem hindrar aðgang að þeim. 
Þá ber rekstraraðili ábyrgð á að tilkynna APOC ef útiljós og neyðarlýsing sem er hönnuð í rýminu sem hann hefur til umráða, verða óvirk. 

3.3.3

Söfnunarsvæði rýminga

Söfnunarsvæðin umhverfis flugstöðina eru 18 og eru merkt með grænum skiltum með örvum inn að miðju (sjá mynd).  

Assembly
Söfnunarsvæði

3.3.4

Óveður

Í miklu óveðri gæti þurft að rýma byggingu að hluta á örugg svæði.  Hafa ber í huga að stórir hluta veggja og lofts eru úr gleri og skal áhersla lögð á að rýma þau svæði ef þörf er talin á.
APOC tekur ákvörðun um rýmingu að höfðu samráði við lögreglu og Almannavarnir.

Tengiliður Isavia upplýsir rekstraraðila um aðgerðir Isavia vegna óveðurs s.s. röskun á flugi eða breytingu á opnunartíma til að þjónusta farþega. Í gildi eru aðgerðarreglur vegna óveðurs sem skilgreina með hvaða hætti brugðist er við slæmum veðurskilyrðum til þess að tryggja öryggi farþega, starfsfólks og tækja, sjá hér:
www.isavia.is/weather-rules 

Ýmsar gagnlegar upplýsingar um veðurskilyrði í KEF má finna á: https://www.isavia.is/fyrirtaekid/c-forflugsupplysingar/flugvedur/keflavikurflugvollur-bikf

Á meðan veðuraðgerðir standa yfir er mikilvægt að rekstaraðilar upplýsi APOC í síma 425 6200 eða á apoc@kefairport.is ef atvik koma upp eða ef þörf er á frekari upplýsingum.

Allir sem starfa á Keflavíkurflugvelli skulu kynna sér aðgerðareglur vegna óveðurs.