Fara á efnissvæði

2.7

Meðhöndlun sorps

Rekstraraðilar eru ábyrgir fyrir því að losa sig við sorp í næstu sorpgeymslu og fylgja leiðbeiningum um flokkun. Ekki er heimilt að skilja eftir sorp eða búnað á gólfi í sorpgeymslum. Ekki er heimilt að geyma sorp eða annan búnað fyrir utan leigð rými rekstraraðila. Rekstraraðilar eru sjálfir ábyrgir fyrir förgun á húsgögnum, stærri raftækjum, búnaði og öðru en því sem fellur undir sorpflokkun í KEF. 
Rekstraraðili skal takmarka þann úrgang sem fellur til hjá sér og ber að fylgja verklagi Isavia um úrgangsflokkun hverju sinni. 

Markmiðið fyrir 2025 er að hlutfall flokkaðs úrgangs verði 55% og 70% árið 2030. Eitt af markmiðum í umhverfisstefnu Isavia er að leggja sérstaka áherslu á góða nýtingu auðlinda, lágmörkun úrgangs og aukna endurvinnslu.

Sorpflokkun
Sorpflokkun

2.7.1

Sorpflokkun á Keflavíkurflugvelli

Almennt sorp

Óendurvinnanlegt sorp, það sem ekki fellur í aðra flokka, t.d. Einnota hanskar, uppsóp, penslar, límband o.fl.

 


Bylgjupappi

Allur bylgjupappi, millispjöld af vörubrettum og hreinir pítsukassar.

 


Umbúðaplast

Eingöngu plastfilma af vörubrettum og hreinir glærir plastpokar.

 


Ljósaperur

Allar heilar ljósaperur, brotnar perur fara í spilliefnakarið. 

 


Plast - Endurvinnsluefni

Skrifstofupappír, fernur, tímarit, hart plast (plastfötur og plastbakkar utan af mat).

 


Lifrænn úrgangur

Allir matarafgangar, kaffikorgur, tepokar og munnþurkur.

 


Kaffikútar og brotmálmar

Allir málmar, t.d. kaffikútar, niðursuðudósir, járngrindur, hnífapör o.þ.h.


Gler og postulín

Allt brotið gler og postulín, gluggagler, borðbúnaður og flöskur.

 


Raftæki

Öll úr sér gengin raftæki t.d. skjáir og lyklaborð, símar,smærri heimilstæki, tölvur o.þ.h.

 


Rafhlöður

Allar rafhlöður. Setjið rafhlöður beint í tunnuna.


Spilliefni

Steikingarfeiti, úðabrúsar, allir hreinsiefnabrúsar og dósir með varúðarmerkingum.

 


Skilagjaldsskyldar umbúðir

Allar flöskur og dósir og óbrotnar glerflöskur. Setjið flöskur og dósir í poka ofan í sérmerkt kar.


2.7.2

Hafa samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar, vinsamlegast hafðu samband á umhverfi@isavia.is