2.6
Ræsting rýma
Ræsting í rýmum rekstraraðila skal vera reglubundin og taka mið af notkun rýmisins. Rekstraraðili skal leggja fram ræstiáætlun til tengiliðs Isavia til samþykktar þar sem fram koma ítarlegar verklýsingar, upplýsingar um tíðni ræstinga og viðhaldsræstingar. Isavia er heimilt að fara fram á endurskoðun ræstiáætlunar rekstraraðila telji Isavia ræstingu eða gæðum ábótavant. Rekstraraðili skal þá senda endurskoðaða ræstiáætlun til Isavia til samþykktar.
Rekstraraðili eða verktaki á hans vegum sem sinnir ræstingum skal vera með virkt gæðakerfi og reglulegt gæðaeftirlit sem tryggir gæði allra þátta ræstinga. Rekstraraðila ber að nota hreinsiefni sem hltið hafa fyrstu flokks (type 1) umhverfisvottun s.s. Svansmerkið, Evrópulaufið o.fl..
Isavia áskilur sér rétt til að framkvæma ótilkynnta sjónskoðun á gæðum ræstinga eða kalla eftir upplýsingum um gæðaeftirlit rekstraraðila. Rekstraraðila ber að skrá ábendingar og athugasemdir sem berast og bregðast við með áætlun um úrbætur.
2.6.1
Almenn umgengni
Rekstraraðilum/leyfishöfum er óheimilt að geyma eða skilja eftir hluti, svo sem efni, húsgögn, vörur, úrgang o.s.frv., á svæðum á flugvellinum sem ekki eru hluti af samningsbundnum svæðum rekstraraðila/leyfishafa. Þetta á við allan gildistíma samnings/sérleyfis, þ.m.t. á yfirtöku- og framkvæmdastiginu. Vegna hugsanlegrar eldhættu og rekstraráhættu geta vanefndir rekstraraðila á framangreindu leitt til sekta. Fyrir hvern dag sem rekstraraðili/leyfishafi fer ekki að þessari skuldbindingu skal rekstraraðili/leyfishafi greiða dagssekt að fjárhæð 50.000 ISK eða aðra þá fjárhæð sem kann að vera tiltekin í rekstrarhandbókinni á hverjum tíma. Isavia er heimilt að mæla nánar fyrir um fyrirkomulag dagssekta, m.a. um áminningar og tímafresti, í rekstrarhandbók en almennt gildir að dagssekt tekur gildi 48 klst eftir áminnginu frá Isavia, hafi rekstraraðili/leyfishafi ekki gert bót.