Fara á efnissvæði

2.14

Ferðamáti til Keflavíkurflugvallar

Rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli eru í boði fyrir alla og er um 45 mínútna akstur frá Reykjavík til flugstöðvarinnar. Rekstraraðilar geta haft samband við þau rútufyrirtæki sem sjá um rútuferðir til þess að fá upplýsingar um leiðakerfi, tímatöflu og verð, sjá hér: https://www.kefairport.is/ruta 


Starfsmannastæði við KEF

Starfsmenn sem nota starfsmannastæði við Keflavíkurflugvöll greiða 2.900 kr. fyrir hvern mánuð. Gjaldið nær yfir heila mánuði.

Starfsfólk

Bílastæðakort: Starfsfólki stendur til boða að kaupa aðgang að bílastæðum starfsmanna. Ef það hyggst nýta sér það þarf að senda tölvupóst á parking@kefairport.is með starfsmannapassa, nafni, kennitölu og hjá hvaða fyrirtæki viðkomandi vinnur. Reikningur verður síðan sendur í heimabanka viðkomandi.


Rekstraraðilar

Rekstraraðilar sem greiða fyrir starfsfólk sitt bæta sjálfir nýjum starfsmönnum við á Autopay reikninginn og eyða út ef starfsmenn hætta. Bílastæðakort gilda í heilan mánuð í senn og skal segja þeim upp með a.m.k. 10 daga fyrirvara.

Ef þörf er á fleiri leyfum á bílastæðin, þarf að senda tölvupóst á: parking@kefairport.is

Fjárhæð fyrir starfsmannapassa greiðist mánaðarlega eftir á. Reikningar eru sendir með gjalddaga 20. hvers mánaðar. Hafi gjald ekki verið greitt þann dag, reiknast dráttarvextir skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001.


Reglur um útgáfu og gildistíma bílastæðakorta

  • Aðgangur að bílastæðum er aðeins fyrir starfsfólk sem hefur starfsstöð í flugstöðinni. Aðgangsmál eru stjórnað í gegnum Autopay og með sjálfvirkum myndavélum sem lesa bílnúmer bifreiða.
  • Flugmenn og flugliðar flugfélaga sem stunda áætlana- og eða leiguflug frá flugstöðinni teljast hafa starfstöð í flugstöðinni. Flugmenn og flugliðar mega vera í 72 tíma í senn yfir 90 klst. tímabil. Eftir það greiðast 750 kr. á klukkustund, en þó ekki hærra að 5.000 kr. á sólarhring.
  • Aðeins má nota bílastæðakortið þegar starfsmaður er við störf í flugstöðinni, mest í 16 klst. í senn (almennir starfsmenn) yfir 24 klst tímabil. Eftir það greiðast 750 kr. á klukkustund en að hámarki 5.000 kr. á sólarhring.
  • Tímatalning hefst um leið og ekið er inn á bílastæðin.
  • Mánaðargjald fyrir bílastæðakort er 2.900 kr. Fyrirtækið ber ábyrgð á að skrá og afskrá starfsmenn í Autopay kerfinu.
  • Þeir sem greiða sjálfir bílastæðin þurfa að senda póst á parking@kefairport.is

Isavia notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram á eyðublaði þessu, s.s. nafn, netfang og símanúmer í þeim tilgangi að vinna úr umsóknum og auðkenna umsækjendur. Upplýsingar eru ekki afhentar þriðja aðila. Að umsóknarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá Isavia má finna hér

Starfsmannastæði eru staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð norðanmegin við Keflavíkurflugvöll.  

 

 

2.14.1

Skilmálar Bifreiðastæða Starfsmanna

Skilmálar Bifreiðastæða Starfsmanna

   1. Almennir skilmálar

1.1. Skilmálar þessir gilda um notkun starfsmanna flugstöðvarinnar á bílastæðum við flugstöð Keflavíkurflugvallar. 

1.2. Starfsmannastæði við flugstöð Keflavíkurflugvallar er staðsett við vesturenda P3. Sjá hér. 

1.3 Aðgangur að bílastæðum er aðeins fyrir starfsfólk sem hefur starfsstöð í flugstöðinni. Aðgangi er stjórnað af starfsfólki Isavia ohf. (Bílastæðaþjónustu KEF) 

1.4. Hægt er að hafa samband við bílastæðaþjónustu Isavia í síma 425-6400 eða með tölvupósti á póstfangið parking@isavia.is, heimasíða Isavia er https://www.isavia.is/ 

1.5. Sjálfvirkar númeramyndavélar lesa bílnúmerið þitt við inn- og útakstur og tengja við reikning starfsmanns hjá Autopay. 

1.6. Aðeins er heimilt að nýta bílastæðið þegar starfsmaður er við störf í flugstöðinni. Hámarkstími dvalar er 16 klst. í senn (almennir starfsmenn), yfir 24 klst. tímabil. Eftir það greiðast 750 kr. á klukkustund en aldrei meira en 5.000 kr. pr. sólarhring. 

1.7. Flugmenn og flugliðar flugfélaga sem stunda áætlana- og eða leiguflug frá flugstöðinni teljast hafa starfsstöð þar. Flugmenn og flugliðar mega vera í 72 tíma í senn yfir 90 klst. tímabil. Eftir það greiðast 750 kr. á klukkustund en aldrei meira en 5.000 kr. pr. sólarhring. 

1.8. Tímatalning hefst um leið og ekið er í gegnum hlið bifreiðastæðisins og henni lýkur þegar ekið er út um hlið bifreiðastæðisins. 

1.9. Mánaðargjald fyrir aðgang að bílastæðum starfsmanna er 2.900 kr. Fyrirtæki ber ábyrgð á að skrá og afskrá starfsmenn sína í Autopay kerfinu og ber jafnframt ábyrgð á greiðslu bílastæðagjalda sinna starfsmanna. 

1.10. Aðrir aðilar sem nýta starfsmannastæðið við flugstöð Keflavíkurflugvallar þurfa að senda póst á parking@kefairport.is til þess að fá veittan aðgang með nafni, kennitölu, nafni fyrirtækis og mynd af starfsmannapassa. 

1.11. Ef aðili gerist uppvís um misnotkun á bifreiðastæðum áskilur Isavia ohf. sér rétt á að loka á aðgang viðkomandi starfsmanns að bifreiðastæðinu. 

 

   2. Háttsemi ökumanna

2.1 Starfsfólki er skylt að aka varlega, hlýða þeim hraðatakmörkunum sem eru til staðar og fara að öllu leyti eftir viðeigandi umferðarreglum. 

2.2. Einungis er hægt að leggja innan merktra bílastæða. Ef lagt er á öðrum svæðum áskilur Isavia ohf. sér rétt til þess að gera viðeigandi ráðstafanir, þar á meðal að flytja ökutæki á viðeigandi stað. 

4.3. Starfsmenn Isavia ohf. geta af rekstrar- eða öryggisástæðum dregið ökutæki á brott. 

4.4. Ef starfsmenn Isavia ohf. þurfa að taka viðeigandi ráðstafanir vegna brots þíns á þessum samningi eða gildandi lögum, ber eigandi/umráðamaður viðkomandi bifreiðar ábyrgð á hvers kyns kostnaði sem af því hlýst. 

     3. Persónuupplýsingar

3.1. Gögn frá notendum eru meðhöndluð í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um persónuvernd og vörslu gagna. 

3.2. Upplýsingar sem þú veitir verða einungis notaðar við vinnslu bókunar. Vinnslan fer fram hjá Isavia ohf. og Autopay og verða almennt ekki afhentar öðrum aðilum. 

      4. Lög og lögsaga

4.1. Um skilmála þessa og samninga milli Isavia ohf. og viðskiptavina á grundvelli þeirra fer samkvæmt íslenskum lögum. Rísi ágreiningur um skilmálana, samninga byggða á þeim eða annað er lítur að leigu bílastæða á Keflavíkurflugvelli verða mál vegna slíks ágreinings rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

      5. Endurskoðun/breyting skilmála

5.1. Isavia ohf. getur hvenær sem er breytt skilmálum þessum með því að uppfæra þessa vefsíðu.