Fara á efnissvæði

2.14

Ferðamáti til Keflavíkurflugvallar

Rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli eru í boði fyrir alla og er um 45 mínútna akstur frá Reykjavík til flugstöðvarinnar. Rekstraraðilar geta haft samband við þau rútufyrirtæki sem sjá um rútuferðir til þess að fá upplýsingar um leiðakerfi, tímatöflu og verð, sjá hér: https://www.kefairport.is/ruta 


STARFSMANNASTÆÐI við KEF

Starfsmenn sem nota starfsmannastæði við Keflavíkurflugvöll greiða 2.900 kr. fyrir hvern mánuð. Gjaldið nær yfir heila mánuði.

Starfsfólk

Bílastæðakort: Starfsfólki stendur til boða að kaupa aðgang að bílastæðum starfsmanna. Ef það hyggst nýta sér það þarf að senda tölvupóst á parking@kefairport.is með starfsmannapassa, nafni, kennitölu og hjá hvaða fyrirtæki viðkomandi vinnur. Reikningur verður síðan sendur í heimabanka viðkomandi.


Rekstraraðilar

Rekstraraðilar sem greiða fyrir starfsfólk sitt bæta sjálfir nýjum starfsmönnum við á Autopay reikninginn og eyða út ef starfsmenn hætta. Bílastæðakort gilda í heilan mánuð í senn og skal segja þeim upp með a.m.k. 10 daga fyrirvara.

Ef þörf er á fleiri leyfum á bílastæðin, þarf að senda tölvupóst á: parking@kefairport.is

Fjárhæð fyrir starfsmannapassa greiðist mánaðarlega eftir á. Reikningar eru sendir með gjalddaga 20. hvers mánaðar. Hafi gjald ekki verið greitt þann dag, reiknast dráttarvextir skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001.


Reglur um útgáfu og gildistíma bílastæðakorta

  • Aðgangur að bílastæðum er aðeins fyrir starfsfólk sem hefur starfsstöð í flugstöðinni. Aðgangsmál eru stjórnað í gegnum Autopay og með sjálfvirkum myndavélum sem lesa bílnúmer bifreiða.
  • Flugmenn og flugliðar flugfélaga sem stunda áætlana- og eða leiguflug frá flugstöðinni teljast hafa starfstöð í flugstöðinni. Flugmenn og flugliðar mega vera í 72 tíma í senn yfir 90 klst. tímabil. Eftir það greiðast 750 kr. á klukkustund, en þó ekki hærra að 5.000 kr. á sólarhring.
  • Aðeins má nota bílastæðakortið þegar starfsmaður er við störf í flugstöðinni, mest í 16 klst. í senn (almennir starfsmenn) yfir 24 klst tímabil. Eftir það greiðast 750 kr. á klukkustund en að hámarki 5.000 kr. á sólarhring.
  • Tímatalning hefst um leið og ekið er inn á bílastæðin.
  • Mánaðargjald fyrir bílastæðakort er 2.900 kr. Fyrirtækið ber ábyrgð á að skrá og afskrá starfsmenn í Autopay kerfinu.
  • Þeir sem greiða sjálfir bílastæðin þurfa að senda póst á parking@kefairport.is

Isavia notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram á eyðublaði þessu, s.s. nafn, netfang og símanúmer í þeim tilgangi að vinna úr umsóknum og auðkenna umsækjendur. Upplýsingar eru ekki afhentar þriðja aðila. Að umsóknarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá Isavia má finna hér.

Starfsmannastæði eru staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð norðanmegin við Keflavíkurflugvöll.  

 

Uppfært: 29.10.2024