Fara á efnissvæði

1.3

Stefna Isavia

Isavia gegnir því mikilvæga hlutverki að sjá um rekstur og uppbyggingu á innviðum sem leggja grunn að flugsamgöngum Íslands, tengingum við umheiminn og flugi á milli heimsálfa.

Keflavíkurflugvöllur er stóra gáttin inn í landið. Hann er einn mikilvægasti einstaki innviður ferðaþjónustunnar og spilar mikilvægt hlutverk til að skapa lífsgæði og velsæld á Íslandi.

Til að standa undir þeirri ábyrgð þarf að vera með samheldinn hóp starfsfólks og viðskiptafélaga sem starfa innan flugvallarsamfélagsins sem vinnur saman á uppbyggilegan hátt.

Stefna félagsins táknar metnað sem miðar að því að skila leiðandi flugvelli sem mun vaxa á sjálfbæran hátt og styðja við velsæld þjóðarinnar. 

Tilgangur

Við leiðum flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi.

Starfsfólk Isavia er leiðandi afl í flugvallarsamfélaginu til að ná þeim sameiginlega árangri með viðskiptafélögum að auka lífsgæði og velsæld á Íslandi.

Framtíðarsýn

Tengjum heiminn í gegnum Ísland. 

Stefnuáherslur

Stefnuhringurinn er áttaviti um áherslur Keflavíkurflugvallar til framtíðar. Hann hefur það að markmiði að tengja ólíkar stefnuáherslur saman í þeim tilgangi að vísa veginn að framtíðarsýninni. Allar sjö stefnuáherslurnar í stefnuhringnum endurspegla megináherslur félagsins til framtíðar.

Ein stefnuáherslan er flugvallarsamfélagið. Isavia er aðeins eitt af þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem starfa á Keflavíkurflugvelli þar sem allir leggja sig fram við að vinna saman sem ein heild til að veita farþegum skilvirka og góða þjónustu. Starfsfólk Isavia leggur sig fram um að leiða flugvallarsamfélagið og tekur frumkvæði að því að vinna markvisst með viðskiptafélögum sínum að sameiginlegum árangri.

Hægt er að finna frekari upplýsingar um stefnu Isavia ohf. á heimasíðu félagsins Stefna Isavia