1
Introduction
Handbók þessi veitir almennar upplýsingar um atriði sem nýtast rekstraraðilum í daglegri starfsemi sinni á Keflavíkurflugvelli og bætir samstarf okkar allra. Mikilvægt er að rekstraraðilar kynni sér þær upplýsingar sem hér eru að finna. Innihald þeirra leiðbeininga sem fram koma í handbók þessari eru gildar frá útgáfudegi, samt sem áður eru allar síður handbókarinnar ávallt í endurskoðun.
Við fögnum öllum ábendingum um þessa handbók, heimasíðu okkar og samskipti okkar á milli. Endilega láttu okkur vita hvernig við getum bætt okkur með því að hafa samband við þinn fulltrúa.
Ef þörf er á skýringum eða frekari upplýsingar um það efni sem fjallað er um í þessari handbók skal hafa samband við tengilið. Sé rekstraraðili ekki viss um skyldur sínar gagnvart samningi sínum, þá mælum við með því að rekstraraðili sæki faglega ráðgjöf frá lögfræðingi sínum eða öðrum hæfum einstaklingi.
Innihald þeirra leiðbeininga sem fram koma í handbók þessari eru gildar frá útgáfudegi, samt sem áður eru allar síður handbókarinnar ávallt í endurskoðun.
Nánari upplýsingar má sjá á vef Isavia og tengiliður rekstraraðila getur veitt frekari aðstoð og ráðgjöf.